Sundrung (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á einhverjum tímapunkti á Skagaströnd undir nafninu Sundrung, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á áttunda áratug síðustu aldar.

Að öllum líkindum var Hallbjörn Hjartarson í þessari hljómsveit en engar aðrar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.