Sókrates [2] (1978)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Sókrates en hún mun hafa verið starfrækt á Skagaströnd árið 1978, óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þurfa þykir í umfjöllun um hana.

Gallon (1979-80)

Hljómsveit að nafni Gallon starfaði á Skagaströnd árin 1979 og 80 og lék þá á Húnavöku, hugsanlega starfaði hún lengur. Fyrir liggur að Hallbjörn Hjartarson var í þessari sveit og hefur þá væntanlega sungið en ekki er að finna upplýsingar um aðra meðlimi Gallons, óskað er eftir upplýsingum um þá.

Villikettirnir [1] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði eitt sinn á Skagaströnd og gekk undir nafninu Villikettirnir. Hallbjörn Hjartarson og Reynir Sigurðsson voru meðal meðlima en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Viggó Brynjólfsson (1926-2021)

Viggó Brynjólfsson eða Ýtu-Viggó eins og hann var iðulega kallaður er hálfgerð goðsögn í heimi vegavinnu og samgangna en hann á sennilega lengstan starfsaldur allra ýtustjóra hér á landi, hann lék einnig á harmonikku og eftir hann liggur ein plata. Viggó fæddist 1926 vestur á Ströndum og ólst þar við nokkurn áhuga á harmonikkutónlist en…

Tíglar [2] (um 1965)

Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur. Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Jójó [2] (1988-93)

Hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd er ein þeirra sveita sem hefur sigrað Músíktilraunir Tónabæjar en ekki nýtt sér sigurinn sem stökkpall til frekari afreka. Sveitin gaf út nokkur lög á safnplötum en sendi aldrei frá sér plötu. Sveitin hafði árið 1987 keppt undir nafninu Rocky og komist í úrslit Músíktilraunanna en þá voru í sveitinni Ingimar…

Dalton bræður (1984)

Dalton bræður skemmtu á kántrýhátíð sem haldin var á Skagaströnd sumarið 1984. Hvergi kemur fram hvort um var að ræða hljómsveit eða söngflokk, jafnvel skemmtiatriði af öðrum toga en líklegast þykir að þarna hafi verið á ferðinni þeir Hallbjörn Hjartarson, Siggi Helgi (Sigurður Helgi Jóhannsson) og Johnny King (Jón Víkingsson). Þeir skemmtu einmitt á þessari…

Rocky (1987)

Hljómsveitin Rocky frá Skagaströnd var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Þar gekk sveitinni nokkuð vel, vakti nokkra athygli og komst í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Viggó Magnússon bassaleikari, Jón Arnarson gítarleikari, Kristján Blöndal trommuleikari og Ingimar Oddsson söngvari. Árangurinn varð meðlimum sveitarinnar hvatning og endurtóku þeir leikinn næsta ár í…