Afmælisbörn 1. september 2015

Ruth Regingalds4

Ruth Reginalds

Að þessu sinni eru afmælisbörnin þrjú talsins:

Ruth Reginalds söngkona er hvorki meira né minna en fimmtug í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti. Enn í dag hljóma reglulega í útvarpi lög eins og Simmsalabimm, Tóm tjara, Furðuverk, Orð og Lína ballerína með henni. Ruth býr í Bandaríkjunum og syngur enn reglulega.

Gunnar Þór Jónsson gítarleikari er fjörutíu og þriggja ára gamall. Gunnar lék á yngri árum með sveitum eins og Kórak en varð fyrst kunnur með hljómsveitinni Spur og lék síðar með sveitum eins og Bravó, Hollívúdd og Sóldögg. Gunnar leikur í dag með Skítamóral.

Jenni Kristinn Jónsson eða Jenni Jóns lagahöfundur átti einnig afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1906 í Ólafsvík en kenndi sig þó jafnan við Barðaströnd þar sem hann bjó lengi, hann lék á trommur í Hljómatríóinu en var fyrst og fremst þekktur fyrir lagasmíðar sínar sem margar eru kunnar enn í dag. Á meðal lag sem hann samdi eru Brúnaljósin brúnu, Ömmubæn, Hreyfilsvalsinn og Lipurtá. Jenni lést 1982.