Afmælisbörn 1. september 2017

Að þessu sinni eru afmælisbörnin fimm talsins: Ruth Reginalds söngkona er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað leyti.…

Afmælisbörn 1. september 2015

Að þessu sinni eru afmælisbörnin þrjú talsins: Ruth Reginalds söngkona er hvorki meira né minna en fimmtug í dag en hana þekkja auðvitað allir. Ruth var fyrst og fremst barnastjarna og gaf út á sínum tíma fjöldann allan af plötum á áttunda áratugnum, en hún söng einnig hlutverk Róberts bangsa á þremur plötum um svipað…

Alvaran (1994)

Hljómsveitin Alvaran lék á sveitaböllum um land allt um nokkurra mánaða skeið sumarið 1994. Sveitin var stofnuð snemma árs 1994 og voru meðlimir hennar Grétar Örvarsson söngvari og hljómborðsleikari, Ruth Reginalds söngkona, Kristján Edelstein gítarleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari. Alvaran tók upp tvö lög sem fóru á safnplötuna Ýkt böst sem út…

Groupsex (1981)

Hljómsveitin Groupsex var að öllum líkindum starfandi 1981, hún var úr Keflavík og innihélt söngkonuna Ruth Reginalds, Wayne [?] bassaleikara, Stíg Dagbjartsson [?], Greg [?] og Binna [?] trommuleikara. Sveitin varð ekki langlíf en náði að spila í Færeyjum. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Róbert bangsi [1] (1973-75)

Róbert bangsi var þekkt teiknimyndapersóna úr barnatíma Ríkissjónvarpsins á áttunda áratug tuttugustu aldar. Hann birtist fyrst í sjónvarpi 1973 og tveimur árum síðar komu út þrjár plötur tengdar honum, um það leyti var hann hvað vinsælastur meðal íslenskrar æsku. Svo virðist sem útgefendurnir Ámundi Ámundason (ÁÁ records) og Jón Ólafsson og félagar í Demant hafi…