Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar

Enn stækkar gagnagrunnur Glatkistunnar, í aprílmánuði bættust við á fjórða tug hljómsveita og annarra tónlistarflytjenda í grunninn og telur hann nú rétt tæplega fimmtán hundruð flytjendur. Meðal þeirra sem bættust við í apríl má nefna stórhljómsveitir eins og Paradís en einnig minni spámenn eins og Pal brothers, Pandóra og svo nokkrar sveitir sem bera nafnið…

Afmælisbörn 2. maí 2016

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thór Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…