Afmælisbörn 23. maí 2016
Fjögur afmælisbörn koma við sögu í dag á vefsetri Glatkistunnar: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni er sextíu og tveggja ára. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann hefur plokkað bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum blíðu, Rifsberju, Snillingunum og Sirkus Homma Homm. Tómas…