Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar enn

Kamarorghestar

Kamarorghestar

Nokkrir tugir „spjalda“ bættust í gagnagrunn Glatkistunnar í dag og nú eru þau orðin 1286 talsins en vefsíðan telur yfir tvö þúsund færslur, nú þegar rétt um ár er liðið síðan hún fór í loftið.

Meðal hljómsveita og flytjenda sem bættust í hópinn í dag eru Karl Jónatansson, Karl J. Sighvatsson, Kammerkórinn, Kamarorghestar og Kaktus, og eins og glöggir lesendur hafa sjálfsagt áttað sig á hefur mest verið unnið í bókstafnum „K“. Karlakórar og kammersveitir eru þess vegna áberandi að þessu sinni.

Þær breytingar verða nú í kjölfarið á Glatkistunni að færri færslur með upplýsingum um hljómsveitir og aðra flytjendur tónlistar munu nú koma inn í gagnagrunninn í einu en í staðinn þeim mun oftar, e.t.v. á vikufresti eða svo.

Lesendur hafa verið duglegir að senda inn leiðréttingar og viðbætur í gagnagrunninn og slíkar ábendingar hafa verið uppfærðar nokkurn veginn jafnóðum, fólk er sem fyrr hvatt til að senda slíkt á glatkistan@glatkistan.com.

Og einnig er minnt á Facebook-síðu Glatkistunnar.