Fimm þúsund færslur Glatkistunnar

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar enn og um fjörutíu til sextíu hljómsveitir og flytjendur bætast við hann í hverjum mánuði. Nú nýverið fór fimm þúsundasta færsla vefsíðunnar í loftið og má ætla að um þrjú þúsund þeirra séu hluti af gagnagrunninum, þar af eru ríflega tvö þúsund og þrjú hundruð hljómsveitir, kórar o.s.frv.

Elly Vilhjálms er vinsælasta lesefni gagnagrunnsins frá upphafi með vel á fjórða þúsund flettinga lesenda en á síðustu vikum hefur textinn við lagið Er völlur grær (Ég er kominn heim) verið vinælasta efni síðunnar. Annars haldast vinsældir einstakra færslna nokkuð í hendur við það sem er að gerast í samfélaginu, þannig hefur áhuginn á Elly tengst sýningu Borgarleikhússins og allir vita að Heimsmeistarmótið í knattspyrnu er framundan og þá þarf að kunna textann að Ég er kominn heim. Margir lesa ennfremur liðinn Afmælisbörn dagsins og getraunir Glatkistunnar njóta vinsælda.

Í tilefni af fimm þúsundustu færslunni hefur nýjum lið verið hleypt af stokkunum á Glatkistunni en það er Topp tíu listi (undir Annað), þar munu birtast listar af ýmsu tagi og fyrsti listinn er einmitt tengdur HM í knattspyrnu og hefur að geyma topp tíu íslensk stemmingslög tengt íþróttum. Slíkir listar eru auðvitað einungis settir fram til gamans og bera fremur huglægu mati vitni en faglegri rannsóknarvinnu.