Flækingarnir (1990-91)

Flækingarnir

Hljómsveitin Flækingarnir starfaði um eitt ár 1990 og 91 og var mestan part starfstíma síns húshljómsveit á Hótel Íslandi, frá því um haustið 1990 til vors 91 en um sumarið lék sveitin á stöðum eins og Firðinum í Hafnarfirði og víðar.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurður Helgason trommuleikari og Sigurður Elinbergsson bassaleikari en söngkona með sveitinni var Anna Vilhjálmsdóttir, af þeim sökum var sveitin stundum nefnd Anna og Flækingarnir.