Folatollur (1988)

Hljómsveitin Folatollur var starfandi vorið 1988 og lék þá á skemmtun hestamanna á höfuðborgarsvæðinu, að öllum líkindum var um skammlífa sveit að ræða – jafnvel setta saman fyrir þessa einu uppákomu.

Meðlimir Folatolls voru þeir Bjarni Sigurðsson píanóleikari, Hafliði Gíslason söngvari, Jens Einarsson gítarleikari og söngvari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari, einnig mun Hinrik Ragnarsson hafa komið fram með sveitinni og leikið á munnhörpu en var þó líklega ekki meðlimur sveitarinnar.