Flúr (1976-77)

Flúr

Hljómsveitin Flúr starfaði á Akureyri árin 1976-77 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum dansleikjum.

Sveitin, sem stofnuð var haustið 1976 var skipuð meðlimum á unglings aldri en þeir voru Viðar Örn Eðvarðsson gítarleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Steingrímur Óli Sigurðsson trommuleikari og Böðvar Grétarsson bassaleikari, allir sungu þeir nema Steingrímur.

Sveitin lék á dansleikjum í heimahéraði og starfaði eitthvað fram eftir árinu 1977 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi.