Afmælisbörn 10. febrúar 2021

Jóhann Bachmann

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum kemur við sögu í dag:

Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar til.

Vissir þú að eiginmaður Ellenar Kristjánsdóttur er Eyþór Gunnarsson?