Fónar [2] (1965-66)

Á Neskaupstað starfaði hljómsveit um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Fónar, þetta mun hafa verið bítlasveit. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1965 og 66 en að öðru leyti er ekki vitað hversu lengi hún starfaði.

Heimildir liggja ekki fyrir um alla meðlimi Fóna, Ole Gjöferå mun hafa verið söngvari hennar og Arnór Þórhallsson einn meðlima hennar en upplýsingar um aðra sem og hljóðfæraskipan mætti gjarnan senda Glatkistunni, einnig myndefni sé það til staðar.