Freddy and the fighters (1977)

Freddy and the fighters

Freddy and the fighters var ekki starfandi hljómsveit heldur einkaflipp nokkurra menntaskólanema úr MH árið 1977.

Forsprakki hópsins var Björn Roth sem er af hinni kunnu Roth-listamannaætt en fyrir hans tilstilli höfðu þeir félagar aðgang að hljóðveri Roth-fjölskyldunnar á bænum Bala í Mosfellssveit þar sem þeir tóku upp sextán laga breiðskífu undir titlinum Freddy and the fighters featuring Björn Roth. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Indriði Benediktsson, Sigurður Ingólfsson og Einar Hrafnsson og var hljóðfæraskipan með þeim hætti að hver fyrir sig spilaði á það sem hendi var næst og komu margs konar hljóðfæri því við sögu á plötunni, enginn þeirra ku hafa verið tónlistarmenntaður eða haft yfir höfuð einhverja hæfileika á hljóðfærin svo tónlistin ber þess nokkur merki.

Platan var gefin út undir merkjum Dieter Roth‘s Verlag og kom hún út í tvö hundruð eintökum, eins og nærri má geta eru eintök af henni ófáanleg og því er hún eftirsóttur safngripur.

Efni á plötum