Fónar [1] (1965-66)

Fónar

Hljómsveit starfaði í fáeina mánuði (eftir því sem best verður komið) í Vogaskóla veturinn 1965-66 undir nafninu Fónar.

Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti en meðal meðlima hennar voru þeir Tómas M. Tómasson gítarleikari (síðar Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.m.fl.) og Friðrik Þór Friðriksson (síðar kvikmyndagerðarmaður) sem lék líklega bæði á gítar og hristur. Síðar bættist Steinar Viktorsson trommuleikari (Bendix o.m.fl.) en upplýsingar vantar um aðra meðlimi Fóna, þeir voru á aldrinum tíu til tólf ára.