Frances (1998)

Frances

Hljómsveitin Frances úr Reykjavík var ein fjölmargra hljómsveita sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998 en sveitin spilaði eins konar grunge rokk.

Meðlimir Frances voru þeir Birgir Harðarson söngvari og gítarleikari, Þorvaldur Örn Valdimarsson gítarleikari, Helgi Pétur Hannesson trommuleikari og Ómar Ström Óskarsson bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og engar heimildir finnast um sögu hennar eftir Músíktilraunir.