Fótsporið (1988-90)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fótsporið en hún starfaði a.m.k. árið 1989, og hugsanlega á árunum 1988 til 90.

Guðný Snorradóttir var söngkona Fótsporsins og að öllum líkindum voru aðrir meðlimir hennar Árni [?] og Albert [?], upplýsingar þ.a.l. vantar.

Fótsporið lék einkum á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins en eitthvað einnig á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum.