Birkir Þór Guðmundsson (1964-)

Birkir Þór Guðmundsson

Birkir Þór Guðmundsson (f. 1964), oft kallaður rokkbóndinn, sendi árið 1997 frá sér fjögurra laga plötuna Á afskekktum stað en titill plötunnar vísar til heimabyggðar hans á Ingjaldssandi en Birkir er þaðan.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um tónlistarferil Birkis utan þess að hann tróð upp stöku sinnum í fjárhúsunum heima hjá sér á Hrauni um verslunarmannahelgar þegar hann bjó þar ennþá og einnig á böllum Önfirðingafélagsins. Þá var hann einn af Rokkbændum sem áttu lag á safnplötunni Vestan vindar (1989).

Annars hefur hann fengist við allt aðra hluti en tónlist hin síðari ár, enda annar eigenda Orkuvers sem m.a. hefur sérhæft sig í búnaði fyrir litlar og meðalstórar virkjanir.

Efni á plötum