Bíllinn (1992-93)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Bíllinn eru af skornum skammti en sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins í um eitt og hálft ár að minnsta kosti og kom fram á rokktónleikum tengdum listahátíðum sumrin 1992 og 93.

Svo virðist sem Helgi Hauksson [?] og Valtýr Björn Thors [?] hafi verið í Bílnum en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar.