Bíldudals búggarnir (1986)

Bíldudals búggarnir var hljómsveit sett saman fyrir eina uppákomu á Bíldudal milli jóla og nýárs 1986.

Sveitin lék á dansleik ásamt annarri sveit sem einnig var sett saman af þessu tilefni. Meðlimir hennar voru Þórarinn Hannesson söngari, Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, Viðar Örn Ástvaldsson hljómborðsleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari.