Brestur (1978-79)

Brestur

Hjómsveitin Brestur var skólahljómsveit í Barnaskóla Bíldudals veturinn 1978 til 79 og var skipuð þremur fjórtán ára meðlimum skólans sem höfðu nýtt fermingarpeningana sína til að kaupa hljóðfæri. Þeir áttu eftir að koma nokkuð við sögu tónlistarlífs Bílddælinga næstu árin.

Meðlimirnir þrír voru Gísli Ragnar Bjarnason söngvari og gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson trommuleikari sem söng einnig. Stundum komu þær Erna Hávarðardóttir Hera Guðmundsdóttir og Hrönn Hauksdóttir fram með tríóinu og sungu, Hrönn þó oftast.

Brestur tók til starfa um haustið 1978 og lék á nokkrum skólaböllum um veturinn, og starfaði eitthvað fram eftir sumrinu 1979.

Sveitin var svo með endurkomu árið 2009 þegar þrjátíu ár voru liðin frá síðustu framkomu, þá var Hrönn söngkona sveitarinnar.