Brilljantín (1997-98)

Dúettinn Brilljantín skemmti á öldurhúsum borgararinnar 1997 og 98.

Það voru þeir Ingvar Valgeirsson gítarleikari og söngvari og Sigurður Már [?] hljómborðsleikari og söngvari sem skipuðu dúettinn sem starfaði í þeirri mynd frá upphafi ársins 1997 og eitthvað fram eftir ári.

Ári síðar birtist dúettinn aftur en þá var Sigurður Anton [?] bassaleikari með Ingvari. Brilljantín starfaði þá í skamman tíma.