Hinir og þessir (1988)

Hljómsveit sem hlaut nafnið Hinir og þessir var skammlíf sveit sem sett var sérstaklega saman fyrir einn dansleik á Bíldudal sumarið 1988. Forsaga málsins var sú að vinnuflokkur frá Dýpkunarfélagi Siglufjarðar var þá staddur við hafnardýpkun á Bíldudal sumarið 1988 og í spjalli þeirra við heimamenn kom í ljós að innan hópsins væru tónlistarmenn, svo…

Hey í harðindum (2002)

Tríóið Hey í harðindum var sett saman fyrir eina uppákomu, söng- og leikskemmtun sem haldin var í Allanum á Siglufirði í árslok 2002. Þarna voru á ferð tveir trúborarar, þeir Þórarinn Hannesson og Ómar Hlynsson sem báðir sungu og léku á gítarar, og svo Agnar Þór Sveinsson trommuleikari. Hey í harðindum kom aðeins fram í…

Heimatilbúna hljómsveitin (1989)

Haustið 1989 hélt Lionsklúbburinn á Bíldudal dansleik og þar lék hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir þann eina viðburð, sveitin hlaut nafnið Heimatilbúna hljómsveitin og tók eina æfingu áður en talið var í á þessu fyrsta og eina balli sveitarinnar. Meðlimir Heimatilbúnu hljómsveitarinnar voru þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítar- og bassaleikari, Gísli Ragnar Bjarnason…

Harðlífi (1987)

Hljómsveitin Harðlífi var skammlíf sveit en hún var í raun undanfari hljómsveitarinnar Græni bíllinn hans Garðars á Bíldudal. Sveitin var stofnuð snemma sumars 1987 og voru meðlimir hennar þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítarleikari, Matthías Ágústsson bassaleikari, G. Hjalti Jónsson trommuleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Hún hlaut nafn sitt þegar framundan var fyrsti…

Camelía 2000 (1981)

Hljómsveitin Camelía 2000 var skammlíf sveit, starfandi haustið 1981 í Héraðsskólanum í Reykholti og lék á einum skóladansleik. Nafn sveitarinnar á sér skírskotun í tegund tíðabinda sem þá voru á markaði. Meðlimir Camelíu 2000 voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Jóhann Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson bassaleikari, Torfi Guðlaugsson hljómborðsleikari, Þórarinn Hannesson trommuleikari og…

Græni bíllinn hans Garðars (1987-93 / 2001-)

Hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars er líkast til þekktasta hljómsveit Bíldudals ásamt Facon en sveitin var öflug í ballspilamennsku á Vestfjörðum á árunum í kringum 1990. Kjarna sveitarinnar skipuðu nokkrir félagar á Bíldudal sem höfðu spilað nokkuð saman, og sumarið 1987 var sett saman sveit til að spila á böllum. Þetta voru þeir Þórarinn Hannesson…

Vesturfararnir (1987-89)

Hljómsveitin Vesturfararnir varð til haustið 1987 þegar þrír brottfluttir Bílddælingar fengu það verkefni að setja saman hljómsveit fyrir árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal. Þremenningarnir voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson gítarleikari og söngvari en auk þeirra léku á árshátíðinni feðgarnir Ástvaldur Hall Jónsson hljómborðsleikari og Viðar Örn Ástvaldsson trommuleikari…

Brestur (1978-79)

Hjómsveitin Brestur var skólahljómsveit í Barnaskóla Bíldudals veturinn 1978 til 79 og var skipuð þremur fjórtán ára meðlimum skólans sem höfðu nýtt fermingarpeningana sína til að kaupa hljóðfæri. Þeir áttu eftir að koma nokkuð við sögu tónlistarlífs Bílddælinga næstu árin. Meðlimirnir þrír voru Gísli Ragnar Bjarnason söngvari og gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson…

Bjórbandið [2] (1992-93)

Hljómsveitin Bjórbandið var ekki starfandi sveit en var sett saman fyrir bjórkvöld körfuknattleiksdeildar Harðar á Patreksfirði haustið 1992. Meðlimir Bjórbandsins voru Aðalsteinn Júlíusson söngvari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari Nuno Miguel Carillha trommuleikari og söngvari, Símon [?] gítar- og bassaleikari, Sævar Árnason gítar- og bassaleikari og Þórarinn Hannesson söngvari. Réttu ári síðar var leikurinn endurtekinn en meðlimaskipan…

Bíldudals búggarnir (1986)

Bíldudals búggarnir var hljómsveit sett saman fyrir eina uppákomu á Bíldudal milli jóla og nýárs 1986. Sveitin lék á dansleik ásamt annarri sveit sem einnig var sett saman af þessu tilefni. Meðlimir hennar voru Þórarinn Hannesson söngari, Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, Viðar Örn Ástvaldsson hljómborðsleikari og Víkingur Gunnarsson trommuleikari.

Tóti og Kiddi (2000-02)

Þórarinn Hannesson og Kristinn Kristjánsson komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir. Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur og byrjaði að spila og syngja og Kristinn…

Tóti og ungarnir (2003-04)

Tóti og ungarnir hljómsveit sem lék í nokkur skipti um sex mánaða skeið árin 2003 og 04. Forsagan var sú að Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari á Siglufirði fékk nokkra unga tónlistarmenn á staðnum til að spila með sér á tónleikum fyrir jólin 2003 en þar var flutt frumsamið efni eftir Þórarin. Uppákoman heppnaðist það…

Tóti og Danni (2006-)

Þeir Þórarinn Hannesson og Daníel Pétur Daníelsson hafa komið margoft fram á öldurhúsum, einkum á Siglufirði, frá árinu 2006 undir nafninu Tóti og Danni. Báðir leika þeir á gítara og syngja auk þess að nota alls kyns ásláttarhljóðfæri. Stundum hafa þeir kallað sig Tótmon og Dafunkel eða jafnvel Svilabandið.

TK plús (2000-02)

TK plús var eins konar útfærsla af dúettnum Tóti og Kiddi sem starfaði á Siglufirði á árunum 2000-02. Það voru þeir Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari og Kristinn Kristjánsson söngvari og bassaleikari sem mynduðu dúettinn en þegar aukamenn léku með þeim kölluðu þeir sig TK plús, það gat verið mismunandi hver aukamaðurinn var, oftast var…

Tíbía (1982)

Hljómsveitin Tíbía starfaði í Héraðsskólanum í Reykholti part úr vetrinum 1981-82. Sveitin sem hafði verið stofnuð um haustið gekk fyrst undir nöfnunum Camelía 2000 og JÓGÓHÓ og HETOÞÓ en hafði gengið í gegnum mannabreytingar þegar hún hlaut nafnið Tíbía í febrúar. Meðlimir sveitarinnar voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Hermann Helgi Traustason trommuleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson…