Tóti og ungarnir (2003-04)

Tóti og ungarnir

Tóti og ungarnir hljómsveit sem lék í nokkur skipti um sex mánaða skeið árin 2003 og 04.

Forsagan var sú að Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari á Siglufirði fékk nokkra unga tónlistarmenn á staðnum til að spila með sér á tónleikum fyrir jólin 2003 en þar var flutt frumsamið efni eftir Þórarin. Uppákoman heppnaðist það vel að framhald varð á samstarfinu og sveitin kom margoft fram við ýmis tækifæri allt fram á sumarið 2004.

Meðlimir sveitarinnar auk Þórarins voru Daníel Baldursson gítarleikari, Hjörtur Hjartarson bassaleikari, Jóhannes Einarsson gítarleikari, Valur Þór Hjálmarsson ásláttarleikari og Þórhallur Dúi Ingvarsson trommuleikari.