
Tóti og Danni
Þeir Þórarinn Hannesson og Daníel Pétur Daníelsson hafa komið margoft fram á öldurhúsum, einkum á Siglufirði, frá árinu 2006 undir nafninu Tóti og Danni. Báðir leika þeir á gítara og syngja auk þess að nota alls kyns ásláttarhljóðfæri.
Stundum hafa þeir kallað sig Tótmon og Dafunkel eða jafnvel Svilabandið.