TK plús (2000-02)

TK plús var eins konar útfærsla af dúettnum Tóti og Kiddi sem starfaði á Siglufirði á árunum 2000-02.

Það voru þeir Þórarinn Hannesson söngvari og gítarleikari og Kristinn Kristjánsson söngvari og bassaleikari sem mynduðu dúettinn en þegar aukamenn léku með þeim kölluðu þeir sig TK plús, það gat verið mismunandi hver aukamaðurinn var, oftast var það tvíburabróðir Kristins, Kristján Kristjánsson en einnig kom Þorsteinn Sveinsson við sögu á stundum.

Reyndar tók nokkurn tíma að finna endanlegt nafn á tríóið en m.a. kallaðist það Tóti og tvíburarnir, Tóti og Kiddarnir og Þrír á palli áður en TK plús var tekið upp.