Tóti og Kiddi (2000-02)

Þórarinn Hannesson og Kristinn Kristjánsson komu um tveggja ára skeið fram sem dúettinn Tóti og Kiddi á Siglufirði og nágrenni. Þórarinn lék á gítar en Kristinn á bassa en báðir sungu þeir félagarnir.

Yfirleitt komu þeir þannig undirbúnir til leiks að Þórarinn mætti á staðinn með lagamöppur og byrjaði að spila og syngja og Kristinn elti. Af því tilefni fékk dúettinn síðan nafnið Öl og elta sem skýrðist af því að þeir fengu sér öl og svo elti Kristinn Þórarin sem fyrr segir.