Tónkór Fljótsdalshéraðs (1971-83)

Tónkór Fljótsdalshéraðs 1976

Tónkór Fljótsdalshéraðs var öflugur blandaður kór sem starfaði í ríflega áratug og söng víða við góðar undirtektir.

Magnús Magnússon skólastjóri Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs var alla tíð stjórnandi kórsins og undir hans stjórn söng þessi fjörutíu manna kór á ýmsum mannamótum, einkum á austanverðu landinu en einnig á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kórinn fagnaði tíu ára afmæli fór hann í söngferðalag til Danmerkur og Noregs, og söng m.a. á vinabæjamóti í síðarnefnda landinu. Hann starfaði til vorsins 1983.

Einhverjar upptökur voru gerðar með Tónkór Fljótsdalshéraðs, þær hafa aldrei verið gefnar út utan þess að eitt lag kom út á safnplötunni Í laufskjóli greina sem kom út í tilefni hálfrar aldar afmælis Egilsstaða árið 1997.