Karlakór Fljótsdalshéraðs [1] (1960-70)

Karlakór Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf 1968

Karlakór Fljótsdalshéraðs í Valaskjálf 1968

Karlakór Fljótsdalshéraðs (hinn fyrri) starfaði um áratuga skeið fyrir margt löngu.

Kórinn var stofnaður á Héraði af Þórarni Þórarinssyni, Jóni Sigfússyni og Birni Magnússon en einnig kom Stefán Pétursson við sögu, hann varð síðan fyrri stjórnandi kórsins af tveimur og stýrði honum til 1965 þegar Svavar Björnsson tók við og var með kórinn þar til yfir lauk 1970. Kórinn var reyndar stofnaður sumarið 1958 en hann tók ekki formlega til starfa fyrr en haustið 1960.

Karlakór Fljótsdalshéraðs söng á ýmsum uppákomum, sérstaklega tengdum íþrótta- og ungmennafélagshátíðum, og varð meira að segja svo frægur að syngja við vígslu félagsheimilsins Valaskjálfar á Egilsstöðum sumarið 1966.

Mest voru í kórnum á fjórða tug manna en þegar áhuginn fór að dala var kórastarfið lagt niður árið 1970, sem fyrr segir.