Karlakór alþýðu [1] (1932-38)

Karlakór alþýðu

Karlakór alþýðu

Karlakór alþýðu var kór jafnaðarmanna og sósíalista en hann starfaði í nokkur ár á fjórða áratugnum í Reykjavík og lagði einkum áherslu á lög við hæfi s.s. jafnaðarmanna- og ættjarðarsöngva. Hann var með fyrstu starfandi karlakórum á Íslandi.

Kórinn hóf æfingar haustið 1932 en var ekki stofnaður formlega fyrr en eftir áramótin 1932-33.

Jón Ísleifsson söngkennari stjórnaði kórnum í byrjun og til haustsins 1934 þegar annar söngkennari og reyndar mikill söngfrömuður, Brynjólfur Þorláksson tók við starfinu, þá varð kórinn hvað öflugastur og innihélt eftir það um fjörtíu manns en framan af voru öllu færri í honum.

Kórinn söng við ýmsar uppákomur og var einkar öflugur í kringum hátíðarhöld 1. maí, þá kom fyrir að hann söng á þremur stöðum samdægurs, þ.á.m. í útvarpinu.

Karlakór alþýðu starfaði til ársins 1938 og virðist sem einhver sundrung hafi orðið innan hópsins í lokin, en þá hafði Árni Björnsson tónskáld tekið við söngstjórn kórsins og stýrði honum síðustu mánuðina.