Karlakór Fljótsdalshéraðs [2] (1983-94)

Karlakór Fljótsdalshéraðs 1984

Karlakór Fljótsdalshéraðs 1984

Enginn karlakór hafði verið starfandi á Héraði í þrettán ár þegar Karlakór Fljótsdalshéraðs var endurvakinn haustið 1983 en undirbúningur hafði þá verið að stofnun hans í um ár.

Árni Ísleifsson sem þá hafði nokkrum árum áður flust austur á Egilsstaði og lífgað verulega upp á tónlistarlífið eystra, tók að sér að stjórna kórnum og gerði það til 1993 þegar Suncana Slamning tók við stjórninni.

Kórinn starfaði hins vegar aðeins í einn vetur eftir það og lagðist starfsemi hans endanlega niður 1994. Karlakórinn Drífandi var nokkrum árum síðar stofnaður eystra og munu allmargar raddir úr Karlakór Fljótsdalshéraðs hafa komið þar við sögu.