Stórsveit HFH (1993-2014)

Stórsveit HFH

Sárafáar heimildir er að finna um hljómsveit innan Harmonikufélags Héraðsbúa sem bar/ber nafnið Stórsveit HFH (Stórsveit H.F.H. / Stórsveit Harmonikufélags Héraðsbúa), líklegt er að sveit hafi starfað um árabil innan félagsins en þá fremur haft öllu lágstemmdari titil en stórsveit. Það breytir því þó ekki að Stórsveit HFH hefur starfað undir því nafni að minnsta kosti með hléum, t.d. var starfandi sveit 1993 og 94 innan félagsins en ekki finnast upplýsingar um stjórnanda sveitarinnar á þeim árum, sveitin var enn starfandi 1996 og þá hafði líklega Finninn Tatu Kantomaa tekið við stjórninni.

Langur tími leið uns næstu heimildir finnast um Stórsveit HFH, vitað er að sveitin starfaði undir stjórn Torvald Gjerde 2008 og 2014 en að öðru leyti liggja ekki fyrir neinar upplýsingar um starfsemi hennar, líklega hefur yfirleitt verið starfandi hljómsveit innan Harmonikufélags Héraðsbúa þó svo að hún kallist ekki endilega stórsveit – þannig var t.d. haldin lagakeppni innan félagsins um árabil undir lok síðustu aldar og lögin gefin út á geisladiskum og kassettum þannig að sveitin gæti hafa komið þar víðar við sögu.

Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.