Stórsveit Ríkisútvarpsins (1985-88)

Gerð var tilraun með að starfrækja stóra hljómsveit innan Ríkisútvarpsins á níunda áratug síðustu aldar, mörgum áratugum eftir að Útvarpshljómsveitin svokallaða starfaði. Tilraunin þótti takast afar vel en sveitin, sem hlaut upphaflega nafnið Léttsveit Ríkisútvarpsins, var þó lögð niður eftir fárra ára starf vegna fjárskorts en um það leyti hafði RÚV hafið þátttöku Íslands í…

Stóra barnaplatan [safnplöturöð] (1997-2002)

Í kringum aldamótin stóð Skífan fyrir útgáfu þriggja safnplatna með barnaefni en geisladiskar höfðu áratuginn á undan tekið yfir á markaðnum og mikið af því eldra barnaefni sem komið hafði út á vínylplötum var orðið ófáanlegt, þessi útgáfa var því kærkomin en einnig var þar að finna yngra efni. Fyrsta platan, Stóra barnaplatan kom út…

Stórsveit MÍ (1991-92)

Hljómsveit starfaði innan Menntaskólans á Ísafirði (Framhaldsskólans á Ísafirði) undir nafninu Stórsveit MÍ veturinn 1991-92 og naut hún nokkurra vinsælda fyrir vestan en þessi sveit mun upphaflega hafa sérhæft sig í tónlistinni úr kvikmyndinni The Commitments sem þá naut mikillar hylli. Upphaflega hafði verið ráðgert að sveitin kæmi einungis einu sinni fram en eftir frábærar…

Stórsveit Lúðrasveitar verkalýðsins (1985-87)

Stórsveit Lúðrasveitar verkalýðsins (Big band Lúðrasveitar verkalýðsins) starfaði um nokkurra ára skeið um og eftir miðjan níunda áratug liðinnar aldar innan Lúðrasveitar verkalýðsins, undir stjórn Ellerts Karlssonar. Sveitin kom fyrst fram vorið 1985 á tónleikum lúðrasveitarinnar og lék stöku sinnum eftir það næstu tvö til þrjú árin en virðist síðan hafa lognast út af.

Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss (1993)

Svo virðist sem Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss hafi verið sett á laggirnar árið 1993 einvörðungu til að koma fram á tónlistarsýningunni Leikur að vonum sem sett var á svið á Hótel Selfossi og var tileinkuð tónlist Ólafs Þórarinssonar, Labba í Mánum, sú sýning gekk í nokkurn tíma. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, stærð…

Stórsveit Húsavíkur (1988-93 / 1998-99)

Stórsveit Húsavíkur starfaði í nokkur ár og varð nokkuð virk í þingeysku tónlistarlífi. Sveitin var stofnuð snemma árs 1988 innan tónlistarskólans á Húsavík og starfaði framan af undir merkjum skólans undir nafninu Léttsveit Húsavíkur, því voru margir meðlimir sveitarinnar fremur ungir að árum og öðluðust heilmikla reynslu í þess konar spilamennsku með henni. Sveitin gekk…

Stórsveit HFH (1993-2014)

Sárafáar heimildir er að finna um hljómsveit innan Harmonikufélags Héraðsbúa sem bar/ber nafnið Stórsveit HFH (Stórsveit H.F.H. / Stórsveit Harmonikufélags Héraðsbúa), líklegt er að sveit hafi starfað um árabil innan félagsins en þá fremur haft öllu lágstemmdari titil en stórsveit. Það breytir því þó ekki að Stórsveit HFH hefur starfað undir því nafni að minnsta…

Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur (1990-2000)

Innan Harmonikufélags Reykjavíkur starfaði um árabil hljómsveit harmonikkuleikara undir nafninu Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur (stundum nefnd Stórhljómsveit Harmonikufélags Reykjavíkur). Það var Karl Jónatansson sem var heilinn á bak við þessa sveit en hann stjórnaði henni alla tíð, Karl var reyndar einn af frumkvöðlum og stofnendum Harmonikufélags Reykjavíkur haustið 1986 en heimildir finnast um sveitina frá árunum…

Stóra barnaplatan [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stóra barnaplatan – ýmsir (x2) Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: SMÁ 218 / SMÁ 218K Ár: 1997 1. Svanhildur Jakobsdóttir – Það er leikur að læra 2. Sigríður Beinteinsdóttir – Snati og Óli 3. Edda Heiðrún Backman – Pálína með prikið 4. Kristín Lilliendahl – Ég vil mála allan heiminn elsku mamma 5. Ómar Ragnarsson – Ég…

Stórsveit Péturs Kristjánssonar (2002)

Upplýsingar eru af afar skornum skammti um hljómsveit sem Pétur W. Kristjánsson starfrækti haustið 2002 en hún lék þá á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Stórsveit Péturs Kristjánssonar. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar fyrir utan Pétur, sem hefur að öllum líkindum verið í söngvarahlutverkinu.

Stórsveit Sjónvarpsins (1986)

Stórsveit Sjónvarpsins var sett sérstaklega saman fyrir fyrstu undankeppni Eurovision keppninnar hér á landi sem haldin var vorið 1986. Sveitin sem var skipuð nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum landsins var ýmist sögð vera fimmtán eða nítján manna og önnuðust Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson stjórn hennar en hún lék undir í þeim lögum sem kepptu um…

Afmælisbörn 5. október 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi: Selfyssingurinn Valur Arnarson er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Valur var söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum sem margar hverjar voru í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í…