Stóra barnaplatan [safnplöturöð] (1997-2002)

Í kringum aldamótin stóð Skífan fyrir útgáfu þriggja safnplatna með barnaefni en geisladiskar höfðu áratuginn á undan tekið yfir á markaðnum og mikið af því eldra barnaefni sem komið hafði út á vínylplötum var orðið ófáanlegt, þessi útgáfa var því kærkomin en einnig var þar að finna yngra efni.

Fyrsta platan, Stóra barnaplatan kom út árið 1997 undir undirmerkinu Spor en svo komu tvær slíkar tvöfaldar safnplötur út (Stóra barnaplatan 2 (2000) og Stóra barnaplatan 3: 40 frábær barnalög (2002) undir merkjum Íslenskra tóna, sem þá hafði tekið við endurútgáfunni hjá Skífunni – plöturnar þrjár voru allar endurútgáfur á eldra efni frá SG-hljómplötum, Steinum, Íslenzkum tónum (hinum eldri) og öðrum útgefendum sem Skífan (Íslenskir tónar) höfðu öðlast útgáfurétt á.

Efni á plötum