Stóru börnin [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stóru börnin leika sér – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13134911 / 13134912 Ár: 1991 1. Andrea Gylfadóttir – Bróðir minn 2. Eyþór Arnalds – Lagið um það sem er bannað 3. Sigríður Beinteinsdóttir – Snati og Óli 4. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – Komdu niður 5. Todmobile – Spiladósarlagið 6. Geiri Sæm – Ryksugulag 7. Andrea…

Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar (1998-99)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað innan Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar í einn eða tvo vetur undir lok síðustu aldar – 1998 og 1999, undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar. Á þeim tíma var Torvald Gjerde skólastjóri tónlistarskólans sem var í nokkurri sókn, og er ekki ólíklegt að hann hafi verið stjórnandi sveitarinnar.

Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks (1991-92)

Hljómsveit tuttugu ungra hljóðfæraleikara var starfrækt innan tónlistarskólans á Sauðárkróki veturinn 1991 til 1992 undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks. Sveitin mun að afloknu skólaári hafa farið til Danmerkur í tónleikaferðalag en annað liggur ekki fyrir um hana, hver stjórnandi hennar var eða hvers vegna hún starfaði ekki lengur en raun bar vitni. Frekari upplýsingar um…

Strandaglópar [2] (1991-97)

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið undir nafninu Strandaglópar á tíunda áratug síðustu aldar innan Átthagafélags Strandamanna, sumar heimildir herma reyndar að sveitin hafði verið starfrækt innan Kórs Átthagafélags Strandamanna en líklega var aðeins hluti sveitarinnar í þeim kór. Strandaglópar komu fram á skemmtunum og öðrum samkomum félagsins (og kórsins líklega einnig) og virðist hafa…

Strandaglópar [1] (1989-92)

Ballhljómsveitin Strandaglópar frá Árskógsströnd við Eyjafjörð er í raun saman sveit og hefur síðustu áratugina starfað á ballmarkaðnum undir nafninu Bylting (og með nokkuð breytta meðlimaskipan í gegnum tíðina) en skyldleikinn við hina upprunalegu sveit er nú orðinn fremur lítill. Hópurinn sem upphaflega skipuðu Strandaglópa hafði starfað saman frá árinu 1989 en ekki er þó…

Straff (1978-79)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Straff frá Norðfirði en hún var starfrækt af nokkrum grunnskólanemum vorið 1979 og lék þá á skóladansleik eystra, því má reikna með að sveitin hafi þá verið starfandi um nokkurra mánaða skeið. Jóhann Geir Árnason trommuleikari (sem síðar lék með Súellen og fleiri sveitum) var einn Straff-liða en upplýsingar…

Stóru börnin leika sér [safnplöturöð] (1991-92)

Á árunum 1991 og 92 komu út tvær plötur á vegum hljómplötuútgáfunnar Steina undir titlinum Stóru börnin, annars vegar Stóru börnin leika sér og hins vegar Stóru börnin 2: Hókus pókus. Plöturnar tvær höfðu að geyma gömul barnalög færð í nútímalegan búning Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og félaga í Todmobile en nokkrir af vinsælustu poppsöngvurum þess…

Stórsveit Vesturlands (1989-91)

Á árunum 1989 til 1991 að minnsta kosti starfaði hljómsveit undir nafninu Stórsveit Vesturlands og lék í nokkur skipti á opinberum vettvangi en stjórnandi hennar var Daði Þór Einarsson skólastjóri Tónlistaskólans í Stykkishólmi, hann hafði þá um árabil stjórnað Lúðrasveit Stykkishólms. Gera má ráð fyrir að hluti stórsveitarinnar hafi komið úr þeirri sveit en annars…

Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri [1] (1983-91)

Um nokkurra ára skeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar var starfrækt öflug hljómsveit við Tónlistarkóla Akureyrar undir nafninu Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri, sveitin lék oftsinnis opinberlega og vakti hvarvetna athygli fyrir góðan leik. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1983 og virðist í byrjun hafa verið eins konar tilraunaverkefni fram á vorið. Sú…

Strandamenn [1] (um 1990-92)

Söngkvartettinn Strandamenn starfaði innan Fjölbrautaskólans við Ármúla um og eftir 1990, líklega á árunum 1990 til 92. Meðlimir Strandamanna voru þeir Þór Breiðfjörð, Axel Cortes, Bjarni Þór Sigurðsson og Hrólfur Gestsson. Kvartettinn kom fram í nokkur skipti á þessum árum, s.s. í Gettu betur spurningaþættinum og víðar en hann lagði upp laupana þegar þeir félagar…

Strangelove (1991)

Hljómsveitin Rosebud hafð verið starfandi um skeið en lenti í hálfgerðri tilvistarkreppu síðsumars 1991 þegar útgáfusamningur sem sveitin hafi skrifað undir virtist vera að fara út um þúfur og söngvari sveitarinnar, Rúnar Gestsson yfirgaf sveitina. Þeir Dagur Kári Pétursson og Orri Jónsson ásamt Grími Atlasyni bassaleikara sem hafði þá verið eins konar session maður í…

Afmælisbörn 12. október 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…