Stóru börnin leika sér [safnplöturöð] (1991-92)

Stóru börnin

Á árunum 1991 og 92 komu út tvær plötur á vegum hljómplötuútgáfunnar Steina undir titlinum Stóru börnin, annars vegar Stóru börnin leika sér og hins vegar Stóru börnin 2: Hókus pókus. Plöturnar tvær höfðu að geyma gömul barnalög færð í nútímalegan búning Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og félaga í Todmobile en nokkrir af vinsælustu poppsöngvurum þess tíma ljáðu lögunum rödd, reyndar var síðari platan nánast hrein Todmobile plata.

Nokkur laganna náðu vinsældum s.s. Snati og Óli í flutningi Sigríðar Beinteinsdóttur, Lagið um það sem er bannað sungið af Eyþóri Arnalds, Ryksugulagið með Geira Sæm og Þrjú hjól undir bílnum með Þorvaldi Bjarna sjálfum og Andreu Gylfadóttur sem þarna kölluðu sig reyndar Skaðvald og frú.

Efni á plötum