Refurinn lævísi

Refurinn lævísi
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Heyrið börnin góðu,
ég skal segja ykkur sögu,
sagan er þót varla
neitt eftirbreytnisverð.
Hún gerðist fyrir norðan,
þar sem nætur eru dimmar
og næða kaldir vindar
og refir eru á ferð.
Þar bóndi átti hænuhóp
og hana, úrvalsgrip,
með kostulegan kamb
hann var og konunglegan svip.

Rebbi bjó þar nærri
í hálf nöturlegu greni,
þar naumt var oft um fæði
og sultarvakan löng.
Því gladdi mjög hans hjarta,
þá er honum bar að eyra,
frá hænsnabúi stóru,
svo glaðan morgunsöng.
Því læddist hann að húsum heim
að heyra þetta lag,
sem upp úr hanans barka braust,
og býður góðan dag.

Söngvaranum svelgdist nú
á sínum glaða tóni,
hann svarar: Bíddu gestur,
og opnar lítinn skjá.
Nei góðan daginn rebbi
ó hve gaman er að sjá þig:
Hæ gaggagó og gagga
og trallalalalalá.
En rebbi mælti: Sjálfur sæll,
þú sýnir litla gát,
því matarlyst er lista mest
– og hreykinn hanann át.

[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]