Langi Palli

Langi Palli
(Lag / texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson / Kristján frá Djúpalæk)

Hann langi Palli átti illt,
og undir lítt í vist.
Nú kökusala hitti hann
og hafði góða list.

En karlinn sagði: Kostar fé
að kaupa brauð svo gott.
En peningalaus Palli var
og paufaðist því brott.

Á fuglaveiðar fór hann næst,
því fín er þvílíkt sport.
En fuglinn burtu sveif og söng:
Þér sendi‘ ég jólakort.

Næst vildi Palli sækja sjó
og sá þar standa fat
með óhrein föt, og undirkjóll
á öngli Palla sat.

Hann fékk sér reiðtúr fram á dal
og farskjótinn var naut,
er endastakkst um urð og mó.
Páll illa byltu hlaut.

Á þyrnum stórum stakk hann sig,
tré stóð ei langt þar frá,
sem perur bar, og Palli var
að pukrast við að ná.

Hann sagðist ætla að sækja vatn
og sigti með sér tók,
– að telja öll hans asnastrik
er efni í stóra bók.

[Af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]