Slysið
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Ég hjó mig svo
á hné í gær.
Æ, æ, æ, æ.
Það ógn var sárt
og ægilegt.
Æ, æ, æ, æ.
Það flæddi blóð,
þrír fjórir dropar.
Flóð í slóð, –
æ æ æ
Kom fljótt það blæðir.
Æ, æ, æ, æ.
Bað ég bróður minn og snökti.
Æ, æ, æ, æ.
„Hvort mun það mikið sár?
Oj, oj, oj, oj!
Svo ljótt ég ekki leit
um liðin ár.
Oj, oj, oj, oj.
Hvað gerðist þá?
Svo gakk nær ég vil sjá.“
Undur varð, já,
einmitt á sömu stund og hann sig bjó
til þess að gá,
hve blóðið fossaði og rann.
Á burt var horfið svöðusárið
sást ei blóð á nokkrum stað.
Og leit við háðum bæði, blöskrar það.
Oj, oj, oj, oj,.
Alveg undarlegt
ég ekkert sé.
Oj, oj, oj, oj.
Bíða verðum við
uns hegg ég aftur hné.
Oj, oj, oj, oj.
[af plötunni Hanna Valdís – Tólf ný barnalög]