Straff (1978-79)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Straff frá Norðfirði en hún var starfrækt af nokkrum grunnskólanemum vorið 1979 og lék þá á skóladansleik eystra, því má reikna með að sveitin hafi þá verið starfandi um nokkurra mánaða skeið.

Jóhann Geir Árnason trommuleikari (sem síðar lék með Súellen og fleiri sveitum) var einn Straff-liða en upplýsingar vantar um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, þær upplýsingar væru þegnar með þökkum.