Strandaglópar [1] (1989-92)

Ballhljómsveitin Strandaglópar frá Árskógsströnd við Eyjafjörð er í raun saman sveit og hefur síðustu áratugina starfað á ballmarkaðnum undir nafninu Bylting (og með nokkuð breytta meðlimaskipan í gegnum tíðina) en skyldleikinn við hina upprunalegu sveit er nú orðinn fremur lítill.

Hópurinn sem upphaflega skipuðu Strandaglópa hafði starfað saman frá árinu 1989 en ekki er þó alveg ljóst hvort nafnið kom þá strax til sögunnar. Það var svo árið 1991 sem sveitin lét að sér kveða en hún lék þá á nokkrum dansleikjum á Akureyri, við Eyjafjörðinn og nærsveitum s.s. í Hrísey og Grenivík. Að öllum líkindum voru meðlimir hennar þá Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson gítarleikari, Frímann Rafnsson gítarlekari, Bjarni Valdimarsson bassaleikari, Tómas Páll Sævarsson hljómborðsleikari og Valur Halldórsson trommuleikari, verið gæti að með tilkomu þeirra tveggja síðast töldu hafi sveitin tekið upp Byltingar-nafnið og að aðrir hafi þá skipað sveitina með þremenningunum áður. Upplýsingar þar af lútandi má gjarnan senda Glatkistunni auk annars sem á við í umfjöllun um sveitina.

Strandaglópar tóku upp nafnið Bylting árið 1992 og hefur starfað lengi undir því nafni.