Strandaglópar [2] (1991-97)

Strandaglópar

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið undir nafninu Strandaglópar á tíunda áratug síðustu aldar innan Átthagafélags Strandamanna, sumar heimildir herma reyndar að sveitin hafði verið starfrækt innan Kórs Átthagafélags Strandamanna en líklega var aðeins hluti sveitarinnar í þeim kór.

Strandaglópar komu fram á skemmtunum og öðrum samkomum félagsins (og kórsins líklega einnig) og virðist hafa starfað sem gömludansaband um tíma utan félagsstarfsins og leikið á stöðum eins og Dansbarnum við Grensásveg – að öllum líkindum var um sömu sveit að ræða.

Meðlimir Strandaglópa voru þeir Ingi [?], Jón Magnús [?], Árni [?] og Halldór [?] árið 1993 en sveitin hafði þá starfað frá 1991, hún starfaði allt til ársins 1997 og undir lokin var söngkona í sveitinni sem heitir Anna Jóna [?].

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Strandaglópa, föðurnöfn meðlima sveitarinnar og hljóðfæraskipan sem og upplýsingar um aðra meðlimi ef þeir voru.