Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks (1991-92)

Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks

Hljómsveit tuttugu ungra hljóðfæraleikara var starfrækt innan tónlistarskólans á Sauðárkróki veturinn 1991 til 1992 undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks.

Sveitin mun að afloknu skólaári hafa farið til Danmerkur í tónleikaferðalag en annað liggur ekki fyrir um hana, hver stjórnandi hennar var eða hvers vegna hún starfaði ekki lengur en raun bar vitni.

Frekari upplýsingar um þessa sveit má gjarnan senda Glatkistunni með fyrirfram þökkum.