
Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar
Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað innan Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar í einn eða tvo vetur undir lok síðustu aldar – 1998 og 1999, undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar.
Á þeim tíma var Torvald Gjerde skólastjóri tónlistarskólans sem var í nokkurri sókn, og er ekki ólíklegt að hann hafi verið stjórnandi sveitarinnar.