Sýrutripp (2000)

Aldamótaárið 2000 var hljómsveit starfrækt á Stöðvarfirði undir nafninu Sýrutripp, þessi sveit mun hafa verið í harðari kantinum en annað er ekki að finna um hana. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Sýrutripp frá Stöðvarfirði.

Svilar (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Svilarnir en þessi sveit lék á bæjarhátíð á Stöðvarfirði árið 1999, hugsanlega var um að ræða hljómsveit sem lék aðeins í þetta eina skipti opinberlega. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi Svila, hljóðfæraskipan og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar (1998-99)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað innan Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar í einn eða tvo vetur undir lok síðustu aldar – 1998 og 1999, undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar. Á þeim tíma var Torvald Gjerde skólastjóri tónlistarskólans sem var í nokkurri sókn, og er ekki ólíklegt að hann hafi verið stjórnandi sveitarinnar.

Steinsmuga (1999)

Hljómsveit sem bar nafnið Steinsmuga var starfrækt á Austurlandi árið 1999 en þá um sumarið lék sveitin á harmonikkudansleik tengt bæjarhátíð á Stöðvarfirði og er því líklegt að hún hafi verið frá Stöðvarfirði. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Steinsmugu og tilurð sveitarinnar, hverjir skipuðu hana, hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem hæfir umfjöllun um hana.

Spiritus [1] (1996)

Um miðjan tíunda áratuginn var starfrækt hljómsveit á Stöðvarfirði undir nafninu Spiritus, hún var starfandi að minnsta kosti árið 1996 en áreiðanlega lengur. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um þessa sveit, vitað er að Hilmar Garðarsson var söngvari hennar og hugsanlega gítarleikari einnig en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan og er því hér með…

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga (1988-94)

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga var settur á laggirnar haustið 1988 og hafði eins og nafn hans gefur til kynna, að geyma söngfólk frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, einhverjir Fáskrúðsfirðingar voru einnig í honum. Þetta var þrjátíu og fimm mann kór sem söng líklega upphaflega undir stjórn Ferenc Utazzy en Peter Mate tók við söngstjórninni af honum,…

Cupid [2] (2000)

Svo virðist sem harðkjarnasveit hafi starfað á Stöðvarfirði eða nágrenni sumarið 2000 undir nafninu Cupid. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, hljóðfæra- og meðlimaskipan en sveitarliðar voru að öllum líkindum í yngri kantinum.

Coma [3] (1992)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit skipaða ungum tónlistarmönnum á Stöðvarfirði, sem bar nafnið Coma og starfaði árið 1992. Svanur Vilbergsson var trommuleikari sveitarinnar og var lang yngstur meðlima (ellefu ára) en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, þeir voru um fimm árum eldri.

Melkorka [1] (um 1975)

Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari. Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku…

Blúsbrot Garðars Harðarsonar (1995-)

Blúbrot Garðars Harðarsonar hefur starfað frá árinu 1995 að minnsta kosti en þá kom hún fyrst fram á Jazzhátíð Egilsstaða. Sveitin gekk fyrstu árin undir nafninu Blúsband Garðars Harðarsonar en síðar var nafni hennar breytt í Blúsbrot Garðars Harðarsonar. Upphaflega gerði hún út frá Stöðvarfirði þaðan sem Garðar kemur en síðan má segja að sveitin…

Bláa bandið [6] (1989)

Á Stöðvarfirði var starfrækt hljómsveit árið 1989 undir nafninu Bláa bandið, ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi sveitin starfaði. Meðlimir hennar voru Magnús Axel Hansen gítarleikari, Jón K. Þorsteinsson bassaleikari, Þórður H. Jónsson trommuleikari og Garðar Harðarson hljómborðsleikari og söngvari.

Bismarck (1981-82)

Litlar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bismarck frá Stöðvarfirði, svo virðist sem hún hafi verið starfandi árið 1981 og voru þá Garðar Harðarson bassaleikari, Páll [?] gítarleikari, Þórður [?] trommuleikari og Magnús Axel Hansen gítarleikari í sveitinni. Árið 1982 sendi sveitin frá sér plötuna Ef vill en þá var hún orðin að tríói Garðars, Magnúsar og…

Tríó Kára Kristinssonar (1980)

Tríó Kára Kristinssonar starfaði í fáeina mánuði á Stöðvarfirði árið 1980. Sveitin, sem gerði út á sveitaböll í heimahéraði, var sett á laggirnar í ársbyrjun 1980 til að anna þorrablótaeftirspurn og starfaði hún að öllum líkindum fram á haustið. Meðlimir Tríós Kára Kristinssonar voru Kári Kristinsson trommuleikari og hljómsveitarstjóri, Garðar Harðarson söngvari, bassa- og hljómborðsleikari…

Trassar (1987-91 / 2005-08)

Trassarnir hafa í gegnum tíðina haft á sér einhvern goðsagnakenndan stimpil, talað var lengi um svokallað Trassarokk en sveitin tók þrisvar sinnum þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og skapaði sér þá eitthvert sánd sem menn kenndu við þá. Einnig mun sveitin alltaf verða fræg fyrir að trommuleikari sló í gegn í orðsins fyllstu merkingu þegar hann…

Þrír klassískir Austfirðingar með tónleika

Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar blása til tónleikasyrpu á Austurlandi á næstu dögum. Tríóið skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran söngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari og Hildur Þórðardóttir flautuleikari. Á tónleikunum frumflytja þau m.a. verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, dr. Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Um er að ræða ferna tónleika…

Samkór Suðurfjarða (1995 -)

Samkór Suðurfjarða er blandaður kór fólks frá Austurlandi og var hann stofnaður 1995, upphaflega samanstóð hópurinn af fólki frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sem hafði sungið saman undir stjórn Ferenc Utassy en síðar bættist við söngfólk frá Djúpavogi. Peter Maté tók síðan við stjórn hópsins um tíma en Norðmaðurinn Torvald Gjerde varð síðan næsti stjórnandi…