Steinsmuga (1999)

Hljómsveit sem bar nafnið Steinsmuga var starfrækt á Austurlandi árið 1999 en þá um sumarið lék sveitin á harmonikkudansleik tengt bæjarhátíð á Stöðvarfirði og er því líklegt að hún hafi verið frá Stöðvarfirði.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Steinsmugu og tilurð sveitarinnar, hverjir skipuðu hana, hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem hæfir umfjöllun um hana.