Afmælisbörn 4. ágúst 2022

Að þessu sinni eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Jófríður Ákadóttir er tuttugu og átta ára gömul í dag en hún hefur komið ótrúlega víða við í tónlistinni þótt hún sé ekki eldri en þetta. Hún vakti fyrst athygli með Pascal Pinon í Músíktilraunum og síðan aftur með Samaris sem sigraði reyndar keppnina 2011 en…