Tríó Kára Kristinssonar (1980)

Tríó Kára Kristinssonar

Tríó Kára Kristinssonar starfaði í fáeina mánuði á Stöðvarfirði árið 1980.

Sveitin, sem gerði út á sveitaböll í heimahéraði, var sett á laggirnar í ársbyrjun 1980 til að anna þorrablótaeftirspurn og starfaði hún að öllum líkindum fram á haustið.

Meðlimir Tríós Kára Kristinssonar voru Kári Kristinsson trommuleikari og hljómsveitarstjóri, Garðar Harðarson söngvari, bassa- og hljómborðsleikari og Páll Ásgeirsson söngvari og gítarleikari.