Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar (1956)

Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari og tónskáld mun hafa hætt í KK sextettnum árið 1956 til að stofna tríó í eigin nafni sem gekk ýmist undir nafninu Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar eða Tríó Gunna Sveins. Tríóið varð líklega ekki langlíft en náði þó að leika fjögur lög inn á tvær plötur með Hauki Morthens, þekktast þeirra…

Tríó Guðmundar Steinssonar (1968)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um Tríó Guðmundar Steinssonar sem starfaði haustið 1968, hverjir skipuðu tríóið með honum eða hvers konar tónlist það lék. Guðmundur lék líklega sjálfur á trommur. Anna Vilhjálms söng eitthvað með Tríói Guðmundar Steinssonar en aðrar upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Tríó Guðmundar Steingrímssonar (1992-2005)

Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) starfrækti djasstríó með hléum á árunum 1992 til 2005. Litlar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum enda hefur það sjálfsagt verið nokkuð mismunandi, þó liggur fyrir að Carl Möller píanóleikari lék með því 1993. Ýmsir kunnir söngvarar hafa sungið með tríóinu og eru Linda Walker, Andrea Gylfadóttir,…

Tríó Gunnars Sigurgeirssonar (1934-35)

Tríó Gunnars Sigurgeirssonar spilaði á samkomum í Eyjafirði árin 1934 og 35 og var því að öllum líkindum ættað þaðan. Engar frekari upplýsingar finnast um þetta tríó, hljóðfæraskipan þess eða meðlimi en ekki er ólíklegt að um einhvers konar harmonikkusveit hafi verið um ræða.

Tríó Gunnars Ringsted (1995)

Tríó Gunnars Ringsted starfaði líkast til á Akureyri 1995. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit en líklegt er að Gunnar Ringsted gítarleikari hafi verið sá sem nafn tríósins vísar til. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar – Efni á plötum

Haukur Morthens – Gunnar póstur / Vísan um Jóa [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 228 Ár: 1956 1. Gunnar póstur 2. Vísan um Jóa Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar; – Gunnar Reynir Sveinsson – víbrafónn – Hjörleifur Björnsson – bassi – Jón Páll Bjarnason – gítar Haukur Morthens –…

Tríó Jan Morávek (1951-55)

Jan Morávek var mikilsvirtur tónlistarmaður sem starfaði hér á landi frá 1948 til andláts 1970. Hann starfrækti margar hljómsveitir sem flestar voru skammtíma verkefni, léku inn á plötur eða á skemmtunum hvers kyns. Tríó kennt við hann var ein þeirra en að öllum líkindum var ekki um að ræða fasta skipan meðlima hennar, aukinheldur er…

Tríó Hrafns Pálssonar (1956 / 1960-61)

Hrafn Pálsson var að minnsta kosti tvívegis með tríó á sínum snærum, annars vegar um miðjan sjötta áratug síðustu aldar (1956) á Akureyri en það skipuðu auk hans Árni Scheving harmonikkuleikari og Sigurður Jóhannsson [?], sjálfur lék Hrafn á píanó. Hrafn starfrækti einnig tríó á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1960-61 en engar upplýsingar er að finna um…

Tríó Hafdísar Kjamma (1999-2000)

Gítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir starfrækti um síðustu aldamót Tríó Hafdísar Kjamma. Auk hennar voru í tríóinu Þórður Högnason kontrabassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en um var að ræða einhvers konar djasstríó, það kom fyrst fram á Menningarnótt sumarið 1999.

Tríó Hafdísar (2001-02)

Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari, Ragnar Emilsson gítarleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari mynduðu Tríó Hafdísar en það starfaði á árununum 2001 og 02 að minnsta kosti. Tríóið lék tónlist af ýmsu tagi, þjóðlög og jafnvel spuna.

Tríó Jan Morávek – Efni á plötum

Tígulkvartettinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 23 Ár: 1953 1. Ég mætti þér 2. Hittumst heil Flytjendur: Tígulkvartettinn: – Gísli Símonarson – söngur – Guðmundur H. Jónsson – söngur – Hákon Oddgeirsson – söngur  – Brynjólfur Ingólfsson – söngur tríó Jan Morávek: – Jan Morávek – píanó – Eyþór Þorláksson – gítar – Erwin Koeppen – kontrabassi…

Afmælisbörn 6. mars 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…