Tríó Guðmundar Steingrímssonar (1992-2005)

Tríó Guðmundar Steingrímssonar

Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) starfrækti djasstríó með hléum á árunum 1992 til 2005.

Litlar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum enda hefur það sjálfsagt verið nokkuð mismunandi, þó liggur fyrir að Carl Möller píanóleikari lék með því 1993.

Ýmsir kunnir söngvarar hafa sungið með tríóinu og eru Linda Walker, Andrea Gylfadóttir, Margrét Eir, Ragnar Bjarnason, Regína Ósk og Geir Ólafsson meðal þeirra.